Innlent

Íhuga að kæra slæma tannhirðu barna

Skemmdar tennur eru bæði ljótar og sársaukafullar.
Skemmdar tennur eru bæði ljótar og sársaukafullar.

Tannlæknafélag Íslands íhugar hvort tilkynna eigi vanrækslu foreldra barna, með mikið skemmdar tennur, til barnaverndaryfirvalda. Dæmi eru um að börn fari ekki til tannlæknis í mörg ár og hefur vanræksla verið tilkynnt í nokkrum tilfellum.

Tannlæknafélagið ákvað í samráði við heilbrigðisyfirvöld að bjóða þriggja og tólf ára börnum frían tíma í tannskoðun. Mjög fá börn hafa skilað sér til tannlækna. Foreldra 3ja og 12 ára barna eru hvattir til að nýta sé þá þjónustu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×