Allt um leiki dagsins: Newcastle tapar aftur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2007 16:54 Sam Allardyce var allt annað en kátur með sína menn í leiknum. Nordic Photos / Getty Images Newcastle tapaði fyrir Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í dag, eftir að hafa komist 1-0 yfir í leiknum. Blackburn skoraði þá þrívegis í röð. Portsmouth og Everton skildu jöfn í markalausum leik en Sunderland vann afar dýrmætan sigur á Derby með marki í blálokin. Reading og Middlesbrough skildu jöfn, 1-1, sem og Wigan og Manchester City. Blackburn - Newcastle 3-1 Alan Smith var í fremstu víglínu hjá Newcastle í dag en Mark Viduka á bekknum. Joey Barton fékk heldur óblíðar viðtökur eftir að hafa húðskammað stuðningsmenn Newcastle í blaðaviðtali en viðbrögð áhorfenda hefðu svo sem getað verið verri. Blackburn byrjaði betur í leiknum og fékk Roque Santa Cruz fyrsta færi leiksins er hann fékk sendingu inn fyrir vörn Newcastle frá Benni McCarthy. Skot hans fór yfir Shay Given markvörð en fram hjá marki Newcastle. En staðan var markalaus í hálfleik. Það breyttist þó snemma í síðari hálfleik er Obafemi Martins kom gestunum frá Newcastle yfir í leiknum. Hann var einn á auðum sjó og skallaði í markið eftir fyrirgjöf Geremi úr aukaspyrnu. Sam Allardyce, stjóra Newcastle, virtist létt og skyldi engan undra. Það entist þó ekki lengi þar sem David Bentley jafnaði metin fyrir Blackburn skömmu síðar með skoti beint úr aukaspyrnu. Skömmu síðar var Joey Barton nálægt því að koma Newcastle aftur yfir en Brad Friedel varði vel frá honum. Martins skallaði svo yfir mark Blackburn af stuttu færi og reyndist það dýrkeypt þar sem aðeins tveimur mínútum síðar komst Blackburn yfir í leiknum.Bentley var þar aftur á ferð og skoraði með góðu skoti utan vítateigs, í stöngina og inn. Undir lok leiksins náði svo Blackburn að skora þriðja markið. Newcastle freisti þess að sækja og færðu leikmenn Blackburn sér það í nyt. Þeir komust í sókn, þrír á móti tveimur, sem lauk með því að Tugay skoraði með laglegu skoti. Sam Allardyce var allt annað en brosmildur í leikslok og enn eitt tapið hjá Newcastle staðreynd. Leikmenn Wigan fagna marki Paul Scharner í dag.Nordic Photos / Getty Images Wigan - Manchester City 1-1 Steve Bruce stýrði Wigan í fyrsta skiptið í dag og setti Emile Heskey í byrjunarliðið. Hjá Manchester City var Geovanni í byrjunarliðinu í fjarveru Elano sem á við meiðsli að stríða. Hið sama má segja um Emile Mpenza og tók Georgios Samaras stöðu hans í fremstu víglínu.Geovanni var ekki lengi að þakka fyrir byrjunarliðssætið er hann færði sér skelfileg mistök Titus Bramble í nyt og skoraði strax eftir þrjátíu sekúndur. Aldrei áður á tímabilinu hefur mark komið svo snemma í leik. Bramble ætlaði að gefa á samherja en hitti einfaldlega ekki boltann. Geovanni hirti knöttinn og skoraði örugglega. En Austurríkismaðurinn Paul Scharner náði að jafna metin um miðjan fyrri hálfleikinn, Steve Bruce til mikils léttis. Hann skallaði knöttinn í markið af stuttu færi eftir laglega fyrirgjöf Jason Koumas. Javier Garrido átti að gæta Scharner í sókninni en skömmu áður fékk hann höfuðhögg og varð að fara af velli skömmu síðar. Michael Ball kom inn á í hans stað. Heskey þurfti að fara meiddur af velli snemma í síðari hálfleik og kom Ryan Taylor inn á í hans stað. Undir lok leiksins fékk svo Mario Melchiot, fyrirliði Wigan, beint rautt spjald fyrir tveggja fóta tæklingu á Stephen Ireland. Klaufalegt brot og mótmælti hann ekki ákvörðun Mike Riley dómara. Það breytti þó ekki niðurstöðu leiksins sem var jafntefli. Þokkaleg niðurstaða fyrir Steve Bruce í fyrsta leik hans sem stjóri Wigan.Það var hart barist í botnslag Sunderland og Derby í dag. hér eigast við þeir Andy Cole og Grant Leadbitter hjá Sunderland og Darren Moore, leikmaður Derby.Nordic Photos / Getty ImagesSunderland - Derby 1-0 Craig Gordon fékk að kenna á 7-1 tapi Sunderland fyrir Everton í síðustu umferð og var settur á bekkinn. Darren Ward stóð á milli stanganna í marki Sunderland í dag og þá var Andy Cole í fyrsta skipti í byrjunarliði Sunderland undir stjórn Roy Keane. Hjá Derby gerði Paul Jewell, nýr stjóri liðsins, þrjár breytingar. Steve Howard, Stephen Pearson og Gary Teale voru allir í byrjunarliðinu á kostnað þeirra Craig Fagna, Darren Leacock og David Jones. Kenny Miller færði sér mistök Danny Higginbotham í nyt og var næstum búinn að skora undir lok fyrri hálfleiks fyrir Derby. Skot hans hafnar þó í stönginni. Aðeins örskömmu síðar bjargar Dean Whitehead skoti Steve Howard á marklínu Sunderland-marksins. En það voru heimamenn sem náðu að skora eina mark leiksins og það í blálokin. Anthony Stokes var þar að verki af stuttu færi eftir að Stephen Bywater ver bæði frá Kenwyne Jones og svo Stokes sjálfum. Hann fylgdi hins vegar eigin skoti eftir og hoppaði Roy Keane af kæti í kjölfarið.Harry Redknapp var vitanlega mættur á svæðið en hann var handtekinn í vikunni.Nordic Photos / Getty ImagesPortsmouth - Everton 0-0 Hermann Hreiðarsson var aftur á varamannabekk Portsmouth í dag og þá var Sean Davis kominn á miðju liðsins í stað Pedro Mendes. Engar breytingar voru gerðar á liði Everton sem rústaði Sunderland um síðustu helgi. Seint í fyrri hálfleik fékk Portsmouth aukaspyrnu á hættulegum stað sem skilar næstum því marki. Tim Howard var þar vel á verði. David Moyes, stjóri Everton, var hins vegar allt annað en ánægður með dómgæsluna í umræddri aukaspyrnu og þurfti nokkra til að róa hann niður á hliðarlínunni. Ekkert mark var heldur skorað í síðari hálfleik og niðurstaðan því markalaust jafntefli. Hermann kom ekkert við sögu í leiknum.Ívar Ingimarsson skýlir hér boltanum fyrir Dong-Gook Lee í dag.Nordic Photos / Getty ImagesReading - Middlesbrough 1-1 Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru báðir í byrjunarliði Reading í dag en engar breytingar voru gerðar á liðinu sem tapaði fyrir Manchester City í síðustu viku. Ross Turnball stóð í marki Middlesbrough í dag í fjarveru þeirra Mark Schwarzer og Brad Jones sem eru meiddir. Fabio Rochemback og Dong-Gook Lee eru einnig í byrjunarliðinu og Robert Huth var á bekknum í dag en hann hefur ekkert spilað á leiktíðinni. Leikurinn fór heldur rólega af stað en þetta voru ekki beint heitustu liðin í deildinn sem áttust þarna við. Reading hafði tapað sínum síðustu þremur leikjum sínum og Middlesbrough ekki unnið leik í undanförnum tíu leikjum sínum. Síðari háflelikur var aðeins fjörlegri en Reading komst yfir með marki Dave Kitson. Hann fékk sendingu frá Kevin Doyle og átti ekki í vandræðum með hinn óreynda markvörð, Turnbull, og skilaði knettinum örugglega í netið. En seint í leiknum náði Middlesbrough að jafna metin. Tyrkneski framherjinn Tuncay Sanli var þar að verki með skalla af stuttu færi eftir laglegan undirbúning Luke Young. Þetta varð niðurstaðan í leiknum. Ívar lék allan leikinn en Brynjar Björn var tekinn af velli á 86. mínútu. Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Sjá meira
Newcastle tapaði fyrir Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í dag, eftir að hafa komist 1-0 yfir í leiknum. Blackburn skoraði þá þrívegis í röð. Portsmouth og Everton skildu jöfn í markalausum leik en Sunderland vann afar dýrmætan sigur á Derby með marki í blálokin. Reading og Middlesbrough skildu jöfn, 1-1, sem og Wigan og Manchester City. Blackburn - Newcastle 3-1 Alan Smith var í fremstu víglínu hjá Newcastle í dag en Mark Viduka á bekknum. Joey Barton fékk heldur óblíðar viðtökur eftir að hafa húðskammað stuðningsmenn Newcastle í blaðaviðtali en viðbrögð áhorfenda hefðu svo sem getað verið verri. Blackburn byrjaði betur í leiknum og fékk Roque Santa Cruz fyrsta færi leiksins er hann fékk sendingu inn fyrir vörn Newcastle frá Benni McCarthy. Skot hans fór yfir Shay Given markvörð en fram hjá marki Newcastle. En staðan var markalaus í hálfleik. Það breyttist þó snemma í síðari hálfleik er Obafemi Martins kom gestunum frá Newcastle yfir í leiknum. Hann var einn á auðum sjó og skallaði í markið eftir fyrirgjöf Geremi úr aukaspyrnu. Sam Allardyce, stjóra Newcastle, virtist létt og skyldi engan undra. Það entist þó ekki lengi þar sem David Bentley jafnaði metin fyrir Blackburn skömmu síðar með skoti beint úr aukaspyrnu. Skömmu síðar var Joey Barton nálægt því að koma Newcastle aftur yfir en Brad Friedel varði vel frá honum. Martins skallaði svo yfir mark Blackburn af stuttu færi og reyndist það dýrkeypt þar sem aðeins tveimur mínútum síðar komst Blackburn yfir í leiknum.Bentley var þar aftur á ferð og skoraði með góðu skoti utan vítateigs, í stöngina og inn. Undir lok leiksins náði svo Blackburn að skora þriðja markið. Newcastle freisti þess að sækja og færðu leikmenn Blackburn sér það í nyt. Þeir komust í sókn, þrír á móti tveimur, sem lauk með því að Tugay skoraði með laglegu skoti. Sam Allardyce var allt annað en brosmildur í leikslok og enn eitt tapið hjá Newcastle staðreynd. Leikmenn Wigan fagna marki Paul Scharner í dag.Nordic Photos / Getty Images Wigan - Manchester City 1-1 Steve Bruce stýrði Wigan í fyrsta skiptið í dag og setti Emile Heskey í byrjunarliðið. Hjá Manchester City var Geovanni í byrjunarliðinu í fjarveru Elano sem á við meiðsli að stríða. Hið sama má segja um Emile Mpenza og tók Georgios Samaras stöðu hans í fremstu víglínu.Geovanni var ekki lengi að þakka fyrir byrjunarliðssætið er hann færði sér skelfileg mistök Titus Bramble í nyt og skoraði strax eftir þrjátíu sekúndur. Aldrei áður á tímabilinu hefur mark komið svo snemma í leik. Bramble ætlaði að gefa á samherja en hitti einfaldlega ekki boltann. Geovanni hirti knöttinn og skoraði örugglega. En Austurríkismaðurinn Paul Scharner náði að jafna metin um miðjan fyrri hálfleikinn, Steve Bruce til mikils léttis. Hann skallaði knöttinn í markið af stuttu færi eftir laglega fyrirgjöf Jason Koumas. Javier Garrido átti að gæta Scharner í sókninni en skömmu áður fékk hann höfuðhögg og varð að fara af velli skömmu síðar. Michael Ball kom inn á í hans stað. Heskey þurfti að fara meiddur af velli snemma í síðari hálfleik og kom Ryan Taylor inn á í hans stað. Undir lok leiksins fékk svo Mario Melchiot, fyrirliði Wigan, beint rautt spjald fyrir tveggja fóta tæklingu á Stephen Ireland. Klaufalegt brot og mótmælti hann ekki ákvörðun Mike Riley dómara. Það breytti þó ekki niðurstöðu leiksins sem var jafntefli. Þokkaleg niðurstaða fyrir Steve Bruce í fyrsta leik hans sem stjóri Wigan.Það var hart barist í botnslag Sunderland og Derby í dag. hér eigast við þeir Andy Cole og Grant Leadbitter hjá Sunderland og Darren Moore, leikmaður Derby.Nordic Photos / Getty ImagesSunderland - Derby 1-0 Craig Gordon fékk að kenna á 7-1 tapi Sunderland fyrir Everton í síðustu umferð og var settur á bekkinn. Darren Ward stóð á milli stanganna í marki Sunderland í dag og þá var Andy Cole í fyrsta skipti í byrjunarliði Sunderland undir stjórn Roy Keane. Hjá Derby gerði Paul Jewell, nýr stjóri liðsins, þrjár breytingar. Steve Howard, Stephen Pearson og Gary Teale voru allir í byrjunarliðinu á kostnað þeirra Craig Fagna, Darren Leacock og David Jones. Kenny Miller færði sér mistök Danny Higginbotham í nyt og var næstum búinn að skora undir lok fyrri hálfleiks fyrir Derby. Skot hans hafnar þó í stönginni. Aðeins örskömmu síðar bjargar Dean Whitehead skoti Steve Howard á marklínu Sunderland-marksins. En það voru heimamenn sem náðu að skora eina mark leiksins og það í blálokin. Anthony Stokes var þar að verki af stuttu færi eftir að Stephen Bywater ver bæði frá Kenwyne Jones og svo Stokes sjálfum. Hann fylgdi hins vegar eigin skoti eftir og hoppaði Roy Keane af kæti í kjölfarið.Harry Redknapp var vitanlega mættur á svæðið en hann var handtekinn í vikunni.Nordic Photos / Getty ImagesPortsmouth - Everton 0-0 Hermann Hreiðarsson var aftur á varamannabekk Portsmouth í dag og þá var Sean Davis kominn á miðju liðsins í stað Pedro Mendes. Engar breytingar voru gerðar á liði Everton sem rústaði Sunderland um síðustu helgi. Seint í fyrri hálfleik fékk Portsmouth aukaspyrnu á hættulegum stað sem skilar næstum því marki. Tim Howard var þar vel á verði. David Moyes, stjóri Everton, var hins vegar allt annað en ánægður með dómgæsluna í umræddri aukaspyrnu og þurfti nokkra til að róa hann niður á hliðarlínunni. Ekkert mark var heldur skorað í síðari hálfleik og niðurstaðan því markalaust jafntefli. Hermann kom ekkert við sögu í leiknum.Ívar Ingimarsson skýlir hér boltanum fyrir Dong-Gook Lee í dag.Nordic Photos / Getty ImagesReading - Middlesbrough 1-1 Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru báðir í byrjunarliði Reading í dag en engar breytingar voru gerðar á liðinu sem tapaði fyrir Manchester City í síðustu viku. Ross Turnball stóð í marki Middlesbrough í dag í fjarveru þeirra Mark Schwarzer og Brad Jones sem eru meiddir. Fabio Rochemback og Dong-Gook Lee eru einnig í byrjunarliðinu og Robert Huth var á bekknum í dag en hann hefur ekkert spilað á leiktíðinni. Leikurinn fór heldur rólega af stað en þetta voru ekki beint heitustu liðin í deildinn sem áttust þarna við. Reading hafði tapað sínum síðustu þremur leikjum sínum og Middlesbrough ekki unnið leik í undanförnum tíu leikjum sínum. Síðari háflelikur var aðeins fjörlegri en Reading komst yfir með marki Dave Kitson. Hann fékk sendingu frá Kevin Doyle og átti ekki í vandræðum með hinn óreynda markvörð, Turnbull, og skilaði knettinum örugglega í netið. En seint í leiknum náði Middlesbrough að jafna metin. Tyrkneski framherjinn Tuncay Sanli var þar að verki með skalla af stuttu færi eftir laglegan undirbúning Luke Young. Þetta varð niðurstaðan í leiknum. Ívar lék allan leikinn en Brynjar Björn var tekinn af velli á 86. mínútu.
Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Sjá meira