Innlent

Fjárlagafrumvarpið rætt til eitt í nótt

Gissur Sigurðsson skrifar
Gunnar Svavarsson formaður fárlaganefndar.
Gunnar Svavarsson formaður fárlaganefndar.
Önnur umræða um fjárlagafrumvarpið, sem hófst í gær, stóð til klukkan eitt í nótt, að hlé var gert á henni. Þá voru átján þingmenn enn á mælendaskrá og verður umræðunni fram haldið klukkan hálf ellefu. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt harðlega að hafa ekki fengið viðeigandi gögn í tæka tíð fyrir umræðuna, en útgjöld ríkisins á næsta ári hækka um rösklega 12 hundruð milljónir króna frá kynntum fjárlögum, vegna breytingatillagna. Þrátt fyrir það er reiknað með hátt í 38 milljarða króna rekstrarafgangi.-



Fleiri fréttir

Sjá meira


×