Enski boltinn

Torres: Benitez er einn sá besti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fernando Torres fagnar öðru marka sinna gegn Porto í gær.
Fernando Torres fagnar öðru marka sinna gegn Porto í gær. Nordic Photos / Getty Images

Fernando Torres heldur því fram að Rafael Benitez sé einn besti knattspyrnustjóri í sögu félagsins. Torres skoraði tvívegis í sigri Liverpool á Porto í Meistaradeild Evrópu í gær.

Benitez hefur verið mikið í pressunni undanfarið vegna deilu sinnar við eigendur Liverpool og segir Torres að allir leikmennirnir styðji hann.

„Mér finnst að Benitez sé meira en bara knattspyrnustjóri. Hann er einn sá besti í sögunni. Það sem við sáum í kvöld var mjög sérstakt. Fólkið elskar hann, fyrst og fremst, meira en leikmenn félagsins."

Stuðningsmenn Liverpool sýndu stuðning sinn við Benitez í verki með hópgöngu fyrir leikinn í gær og sungu þeir nafn hans á meðan leiknum stóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×