Enski boltinn

McLeish: Gat ekki hafnað Birmingham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex McLeish er nýr knattspyrnustjóri Birmingham.
Alex McLeish er nýr knattspyrnustjóri Birmingham. Nordic Photos / Getty Images

Alex McLeish var í dag formlega ráðinn knattspyrnustjóri Birmingham en hann hætti í gær sem þjálfari skoska landsliðsins.

Hann sagði að það hefði verið erfitt að ganga frá skoska landsliðinu en að enska úrvalsdeildin hafi heillað of mikið til að hann gæti hafnað tilboði Birmingham.

„Mér þykir afar vænt um þann tíma sem ég starfaði sem landsliðsþjálfari Skota,“ sagði hann. „En ég hef alltaf borið þann draum um að þjálfa í ensku úrvalsdeildinni og er ég mjög spenntur vegna þessarar áskorunnar.“

Nokkur óvíssa ríkir í herbúðum Birmingham vegna yfirvofandi yfirtöku Carson Yeung en McLeish segir að eftir að hafa rætt við ýmsa aðila líst honum vel á framhaldið.

Andy Watson og Roy Aitken, aðstoðarmenn McLeish hjá skoska landsliðinu, fylgja honum til Birmingham. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×