Enski boltinn

Paul Jewell ráðinn stjóri Derby

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Paul Jewell samdi við Derby til þriggja og hálfs árs.
Paul Jewell samdi við Derby til þriggja og hálfs árs. Nordic Photos / Getty Images

Paul Jewell hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Derby og tekur hann við starfinu af Billy Davies sem var rekinn á mánudag.

Jewell samdi við Derby til næsta þriggja og hálfs árs og bíður hans erfitt verkefni þar sem liðið er á botni deildarinnar með sex stig eftir fjórtán leiki og hefur aðeins skorað fimm mörk á leiktíðinni.

Paul Ince, stjóri MK Dons, var einnig talinn líklegur til að vera ráðinn í starfið en forráðamenn MK Dons gáfu Derby ekki leyfi til að ræða við hann.

Jewell var síðast stjóri Wigan en hætti þar í lok síðasta tímabils. Síðan þá hefur hann hafnað boði um að gerast stjóri írska landsliðsins sem og að taka aftur við Wigan eftir að Chris Hutchins var rekinn í haust. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×