Enski boltinn

Jói Kalli með sigurmark Burnley

Elvar Geir Magnússon skrifar

Jóhannes Karl Guðjónsson tryggði Burnley sigur á toppliði Watford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hann kom inn sem varamaður í hálfleik og skoraði annað mark Burnley á 80. mínútu.

Watford lék á heimavelli og náði að minnka muninn fyrir leikslok en lengra komst liðið ekki og Burnley vann 2-1 útisigur.

Jóhannes Karl hefur lítið fengið að spreyta sig á leiktíðinni en tækifærum hans mun vafalítið fjölga eftir markið hans í kvöld. Burnley er í þrettánda sæti deildarinnar.

Nú þegar flest lið deildarinnar hafa leikið sautján leiki er Watford með fimm stiga forskot í deildinni. Liðið hefur 36 stig en þar á eftir koma West Bromwich Albion og Charlton með 31 stig. Plymouth, Wolves og Bristol eru með 27 stig hvert lið.

ÚRSLIT KVÖLDSINS:

Coventry-Scunthorpe 1-1

Hull-Bristol C. 0-0

Ipswich-Southampton 2-0

Sheff.Wed.-Barnsley 1-0

Stoke-Q.P.R. 3-1

Watford-Burnley 1-2

Charlton-Sheff.Utd. 0-3

C.Palace-Preston 2-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×