Enski boltinn

Chelsea ákært fyrir hegðun leikmanna

Elvar Geir Magnússon skrifar
Essien fær rauða spjaldið.
Essien fær rauða spjaldið.

Chelsea hefur verið ákært fyrir að hafa ekki stjórn á leikmönnum í 2-0 sigrinum á Derby á laugardag. Leikmenn liðsins hópuðust að dómaranum þegar Michael Essien fékk að líta rauða spjaldið.

John Terry, fyrirliði enska landsliðsins, var meðal þeirra sem hópuðust að dómaranum Andre Marriner. Chelsea fær frest til 12. desember til að svara þessari ákæru.

Eins og við greindum frá fyrr í dag þá reyndi Chelsea að áfrýja rauða spjaldinu sem Essien fékk en því var hafnað og þarf Essien að taka út þriggja leikja bann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×