Beina kröftum að áhættuhópum í fíkniefnabaráttu 27. nóvember 2007 15:09 MYND/Vilhelm Beina þarf auknum kröftum að áhættuhópum í baráttunni við fíkniefnavandann hér á landi að mati Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, þingkonu Vinstri - grænna. Hún var málshefjandi að utandagskrárumræðu um vandann og ráðstafanir af hálfu stjórnvalda til að sporna gegn honum á Alþingi í dag.Guðfríður Lilja benti að sérfræðingar hefðu talað um örvandi vímuefnafaraldur hér á landi. Fíkniefnavandanum fylgdu ýmis önnur vandamál, þar á meðal félagsleg. Þá fylgdi aukið ofbeldi aukinni fíkniefnaneyslu í landinu.Sagði hún að bent hefði verið á foreldrar ættu að verja meiri tíma með börnunum sínum í forvarnarskyni en spurði hversu tilbúin þjóðin væri að breyta samfélagsmynstrinu, meðal annars með því að stytta vinnutíma og hækka laun. Þá benti hún á hátt brottfall úr framhaldsskólum og þá áhættu sem því fylgdi. Almennar forvarnir dygðu ekki einar og sér heldur þyrfti að beina auknum kröftum að áhættuhópum og þar þyrftu meðal annars heilbrigðis-, félagslega og dómskerfið að koma að málum.Guðfríður Lilja innti Geir H. Haarde forsætisráðherra eftir stefnumörkun ríkisstjórnar varðandi fíkniefnavandann.Forsætisráðherra benti á að nokkur árangur hefði þegar náðst í baráttuni við fíkniefnavandann. Þá sagði ríkisstjórnina hafa gert átak í forvörnum sem beindist að framhaldsskólnum. Þar hefðu mennta- og heilbrigðisráðherra tekið höndum saman ásamt Lýðheilsustöð og framhaldsskólunum í forvarnarstarfi.Enn fremur væri gert ráð fyrir 100 milljónum króna í fjárlagafrumvarpi næsta árs til handa félagsmála-, heilbrigðis- og dómsmálaráðuneytinu til þess að bregðast við aukinni vímuefnavá. Þá benti Geir að lögregla hefði gripið til ráðstafana til þess að takast á við aukna hörku í fíkniefnaheiminum, meðal annars með því að efla sérsveitina og starfrækja greiningardeild. Það hefði þegar skilað nokkrum árangri.Sagði sjálfstæðismenn ekki sannfærandi í málflutningiFjölmargir þingmenn tóku til máls lýstu yfir áhyggjum af ástandinu og var meðal annars bent á að hækka þyrfti hlutfall áfengisgjalds sem rynni í forvarnasjóð og styrkja starfsemi SÁÁ.Siv Friðleifsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, gerði harða hríð að sjálfstæðismönnum í umræðunni og sagði Sjálfstæðisflokkinn ekki sannfærandi sínum málflutningi um reykingar, áfengi og fíkniefni.Vísaði hún til andstöðu afla innan Sjálfstæðisflokksins þegar ákveðið var að koma á reykingabanni á veitingastöðum. Þar hefði verið talað um forræðishyggju. Enn fremur benti hún á að þingmenn úr flokknum hefðu lagt áherslu á svokallað áfengisfrumvarp, sem gerir ráð fyrir að sala á léttvíni og bjór verði heimiluð í matvöruverslunum. Þar færi fremstur Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður með stuðningi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra, yfirmanni forvarna á Íslandi. Íslendingar hafi verið á réttri leið í forvarnarmálum og ekki mætti glutra niður þeim árangri sem náðst hefði. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þetta er bara algjörlega galið“ Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Beina þarf auknum kröftum að áhættuhópum í baráttunni við fíkniefnavandann hér á landi að mati Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, þingkonu Vinstri - grænna. Hún var málshefjandi að utandagskrárumræðu um vandann og ráðstafanir af hálfu stjórnvalda til að sporna gegn honum á Alþingi í dag.Guðfríður Lilja benti að sérfræðingar hefðu talað um örvandi vímuefnafaraldur hér á landi. Fíkniefnavandanum fylgdu ýmis önnur vandamál, þar á meðal félagsleg. Þá fylgdi aukið ofbeldi aukinni fíkniefnaneyslu í landinu.Sagði hún að bent hefði verið á foreldrar ættu að verja meiri tíma með börnunum sínum í forvarnarskyni en spurði hversu tilbúin þjóðin væri að breyta samfélagsmynstrinu, meðal annars með því að stytta vinnutíma og hækka laun. Þá benti hún á hátt brottfall úr framhaldsskólum og þá áhættu sem því fylgdi. Almennar forvarnir dygðu ekki einar og sér heldur þyrfti að beina auknum kröftum að áhættuhópum og þar þyrftu meðal annars heilbrigðis-, félagslega og dómskerfið að koma að málum.Guðfríður Lilja innti Geir H. Haarde forsætisráðherra eftir stefnumörkun ríkisstjórnar varðandi fíkniefnavandann.Forsætisráðherra benti á að nokkur árangur hefði þegar náðst í baráttuni við fíkniefnavandann. Þá sagði ríkisstjórnina hafa gert átak í forvörnum sem beindist að framhaldsskólnum. Þar hefðu mennta- og heilbrigðisráðherra tekið höndum saman ásamt Lýðheilsustöð og framhaldsskólunum í forvarnarstarfi.Enn fremur væri gert ráð fyrir 100 milljónum króna í fjárlagafrumvarpi næsta árs til handa félagsmála-, heilbrigðis- og dómsmálaráðuneytinu til þess að bregðast við aukinni vímuefnavá. Þá benti Geir að lögregla hefði gripið til ráðstafana til þess að takast á við aukna hörku í fíkniefnaheiminum, meðal annars með því að efla sérsveitina og starfrækja greiningardeild. Það hefði þegar skilað nokkrum árangri.Sagði sjálfstæðismenn ekki sannfærandi í málflutningiFjölmargir þingmenn tóku til máls lýstu yfir áhyggjum af ástandinu og var meðal annars bent á að hækka þyrfti hlutfall áfengisgjalds sem rynni í forvarnasjóð og styrkja starfsemi SÁÁ.Siv Friðleifsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, gerði harða hríð að sjálfstæðismönnum í umræðunni og sagði Sjálfstæðisflokkinn ekki sannfærandi sínum málflutningi um reykingar, áfengi og fíkniefni.Vísaði hún til andstöðu afla innan Sjálfstæðisflokksins þegar ákveðið var að koma á reykingabanni á veitingastöðum. Þar hefði verið talað um forræðishyggju. Enn fremur benti hún á að þingmenn úr flokknum hefðu lagt áherslu á svokallað áfengisfrumvarp, sem gerir ráð fyrir að sala á léttvíni og bjór verði heimiluð í matvöruverslunum. Þar færi fremstur Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður með stuðningi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra, yfirmanni forvarna á Íslandi. Íslendingar hafi verið á réttri leið í forvarnarmálum og ekki mætti glutra niður þeim árangri sem náðst hefði.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þetta er bara algjörlega galið“ Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira