Enski boltinn

Ballack byrjaður að spila aftur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Ballack, leikmaður Chelsea.
Michael Ballack, leikmaður Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Michael Ballack er byrjaður að sparka bolta á nýjan leik eftir sjö mánaða fjarveru vegna ökklameiðsla. Á þeim tíma hefur hann tvívegis gengist undir aðgerð á ökklanum.

Hann meiddist í leik gegn Newcastle í apríl síðastliðnum og spilaði annan hálfleikinn í leik varaliða Chelsea og Birmingham í gærkvöldi.

„Mér líður vel. Ég mun æfa í næstu viku og spila svo kannski aftur með varaliðinu. Ég hlakka svo til að fá tækifæri með aðalliðinu,“ sagði Ballack.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×