Enski boltinn

Essien áfrýjar rauða spjaldinu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Michael Essien fékk að sjá rauða spjaldið um helgina.
Michael Essien fékk að sjá rauða spjaldið um helgina.

Michael Essien stendur fastur á því að það hafi verið kolröng ákvörðun að gefa honum rauða spjaldið um helgina.

Essien var rekinn af velli í 2-0 sigri Chelsea á Derby á laugardaginn eftir baráttu við Kenny Miller, sóknarmann Derby.

Essien verður í leikbanni í leikjum Chelsea gegn Sunderland, West Ham og svo toppliði Arsenal. Enska knattspyrnusambandið mun taka málið fyrir á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×