Enski boltinn

Ferguson ákærður

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sir Alex Ferguson var ansi ósáttur við dómgæsluna í leiknum gegn Bolton um helgina. Bolton vann leikinn 1-0.
Sir Alex Ferguson var ansi ósáttur við dómgæsluna í leiknum gegn Bolton um helgina. Bolton vann leikinn 1-0.

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu vegna hegðunar hans um helgina. Ferguson lét Mark Clattenburg, dómara í leik liðsins gegn Bolton, aldeilis heyra það og var á endanum rekinn upp í stúku.

Ferguson fannst Clattenburg ekki hafa tök á leiknum en hann mun fá frest til 11. desember til að svara ákærunni. „Sumum dómurum líkar ekki við að fá að heyra sannleikann. Ég sagði honum bara hve illa hann hafði dæmt í fyrri hálfleiknum," sagði Ferguson.

Líklegt er að Ferguson fái sekt en einnig er möguleiki á því að hann verði dæmdur í leikbann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×