Enski boltinn

Billy Davies rekinn frá Derby

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Billy Davies er hættur hjá Derby.
Billy Davies er hættur hjá Derby. Nordic Photos / Getty Images

Billy Davies var í morgun rekinn sem knattspyrnustjóri Derby County eftir að liðið tapaði um helgina fyrir Chelsea. Þetta var staðfest á heimasíðu Derby.

Derby er á botni ensku úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins unnið einn leik af fjórtán til þessa og gert þrjú jafntefli. Ef liðið hristir ekki af sér slenið á það á hættu að missa önnur lið í botnbaráttunni fram úr sér. Derby hefur einungis skorað fimm mörk á leiktíðinni og fengið á sig 33.

Adam Pearson, formaður stjórnar félagsins, sagði að það hefði verið sameiginleg ákvörðun að Davies myndi ekki halda áfram hjá félaginu.

„Við óskum Billy Davies alls hins besta og stendur félagið í mikilli þakkarskuld við hann fyrir að koma liðinu í ensku úrvalsdeildina," sagði Pearson í yfirlýsingu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×