Enski boltinn

Grant: Dómarar leggja leikmenn Chelsea í einelti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Grant er ekki ánægður með dómarana í ensku úrvalsdeildinni.
Grant er ekki ánægður með dómarana í ensku úrvalsdeildinni. Nordic Photos / Getty Images

Avram Grant, stjóri Chelsea, segir að dómarar í ensku úrvalsdeildinni geri sitt allra besta til að gefa sem flestum leikmönnum liðsins rauða spjaldið.

Um helgina var Michael Essien rekinn af velli í leik Chelsea og Derby sem fyrrnefnda liðið vann, 2-0.

Grant var allt annað en ánægður með ákvörðun Andre Marriner. „Ég hef ekki lagt það í vana minn að ræða um knattspyrnudómara og vil ég ekki gera það nú, sérstaklega þar sem hann er á sínu fyrsta ári í ensku úrvalsdeildinni. En ég hef það á tilfinningunni að leikmenn Chelsea eru mun líklegri en aðrir til að fá rauð spjöld. Það gerðist gegn Manchester United og gegn Fulham og í báðum þeim leikjum töpuðum við stigum. Allir sáu þá að ekki var um brottrekstrarsök að ræða og á það einnig við nú."

Grant var síðan leiðréttur þar sem Marriner er nú á sínu þriðja ári í úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×