Lífið

Bono og Edge koma aðdáendum á óvart

Bono og Edge á góðri stundu við útgáfu bókar sinnar „U2 By U2 “í New York í september.
Bono og Edge á góðri stundu við útgáfu bókar sinnar „U2 By U2 “í New York í september. MYND/AFP

Bono og Edge úr U2 glöddu aðdáendur þegar þeir komu óvænt fram á góðgerðarsamkomu í London. Írska parið spilaði fjögur lög fyrir hóp af einungis 250 manns í Union Kapellunni í norðurhluta Lundúna.

Bono og Edge úr U2 glöddu aðdáendur þegar þeir komu óvænt fram á góðgerðarsamkomu í London. Írska parið spilaði fjögur lög fyrir hóp af einungis 250 manns í Union Kapellunni í norðurhluta Lundúna.

Áður en þeir birtust sagði Jo Whiley plötusnúður BBC1 útvarpsstöðvarinnar að afar sérstakir gestir væru að stíga á svið. „Söngvarinn heitir Paul og er frekar feiminn, svo þið skuluð vera góð við hann."

Bono og Edge, sem heita réttum nöfnum Paul Hewson og Dave Evans gengu svo á sviðið. Þeir grínuðu með að áhorfendur mættu alls ekki segja félögum þeirra í hljómsveitinni frá. „Ekki segja Larry (Mullen) og Adam (Clauton) að við séum að gera þetta."

Síðan spiluðu þeir lögin Stay, Moving on to Desire og Angel og Harlem. Lokanúmer þeirra var svo frumflutningar lagsins Wafe Of Sorrow, lag sem var upphaflega samið fyrir plötuna Joshua Tree árið 1987.

Að loknum tónleikunum stóðu áhorfendur upp og klöppuðu ákaft.

Samkoman var til styrktar Mencap góðgerðarsamtökunum sem styðja fólk með námserfiðleika. Whiley hefur skipulagt fjölda viðburða fyrir samtökin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.