Íslenski boltinn

Jón Þorgrímur semur við Fram

Þorvaldur Örlygsson þjálfari tekur á móti Jóni Þorgrími hjá Fram í dag
Þorvaldur Örlygsson þjálfari tekur á móti Jóni Þorgrími hjá Fram í dag Mynd/Heimasíða Fram

Kantmaðurinn Jón Þorgrímur Stefánsson frá HK hefur gert tveggja ára samning við knattspyrnufélagið Fram. Þá gerði félagið einnig tveggja ára samning við miðjumanninn Halldór Jónsson sem kemur frá Fjarðabyggð.

Jón Þorgrímur er uppalinn hjá HK og hefur spilað lengst af með félaginu en hann hefur líka leikið með Val og varð Íslandsmeistari með FH árin 2004 og 2005. Hann skoraði fimm mörk fyrir Kópavogsliðið á liðnu sumri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×