Innlent

Íslenskir sjóræningjar opna blóðsuguvef með Næturvaktinni

Breki Logason skrifar
Snæbjörn Steingrímsson segir það ekki koma sér á óvart að menn leiti nýrra leiða til þess að verða sér úti um ólöglegt efni á netinu.
Snæbjörn Steingrímsson segir það ekki koma sér á óvart að menn leiti nýrra leiða til þess að verða sér úti um ólöglegt efni á netinu.

Í gær var vefsíðunni istorrent.is lokað en strax í morgun virðast menn hafa fundið nýjar leiðir til þess að ná sér í ólöglegt efni. Svokallaður blóðsuguvefur stofnaður af íslendingum bíður upp á þætti af Næturvaktinni.

„Þetta kemur nú ekkert sérstaklega mikið á óvart. Við sáum að þeir sem höfðu verið á istorrent færðu sig margir hverjir yfir á vef sem hetiir piratebay sem þessi síða er að linka á," segir Snæbjörn Steingrímsson framkvæmdarstjóri Smáís, Samtaka myndréttahafa á Íslandi.

Vefsíðan www.istorrent.freeforums.org er svokallaður blóðsuguvefur að sögn Snæbjörns sem hýsir ekkert efni sjálfur en linkar á aðrar síður. Þeir sem þangað sækja efni eru því að ná efnið erlendis frá. Snæbjörn segir að þó menn séu að sækja efni erlendis frá sé það hreint ekki í lagi.

„Við vissum að piratebay yrði vinsæll í kjölfar þess að istorrent var lokað. En eins og staðan er í dag eru þeir í opinberri rannsókn í Svíþjóð og það fellur dómur í því máli í janúar. Þannig að á meðan það er opinber rannsókn þar þá munum við ekkert aðhafast í þessu máli."

Snæbjörn segir sænska ríkið hafa tapað máli gegn piratebay árið 2005 en nú seú þeir með annan vinkil og telur hann miklar líkur á því að þeir vinni málið nú í janúar. „Ef þeir vinna málið getum við krafist þess að fá upplýsingar um ip-töluna sem hlóð niður t.d Næturvaktinni og farið á eftir viðkomandi."

Snæbjörn gerir sér grein fyrir að erfitt sé að berjast gegn sjóræninjunum í netheimum en hann segir að fólk verði að átta sig á afleiðingnum sem ólöglegt niðurhal getur haft í för með sér.

„Fyrstu þættirnir af Næturvaktinni sem voru inn á torrent.is voru kannski að fara í 6500 eintökum. Ef við ætlum að fylgja því sem Noregur og Danmörku hafa verið að gera þá ertu með 6500 sinnum 500 kall, það er mikill peningur fyrir einhvern skólastrák," segir Snæbjörn og ítrekar að menn séu ábyrgir fyrir því efni sem þeir setja inn á síður af þessu tagi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×