Enski boltinn

Barton ekki refsað

Elvar Geir Magnússon skrifar
Barton er hörkutól og lét finna fyrir sér um helgina. Aganefnd ensku úrvalsdeildarinnar ákvað að láta ákvörðun dómarans standa en hann spjaldaði Barton ekki.
Barton er hörkutól og lét finna fyrir sér um helgina. Aganefnd ensku úrvalsdeildarinnar ákvað að láta ákvörðun dómarans standa en hann spjaldaði Barton ekki.

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur ákveðið að refsa ekki Joey Barton fyrir tæklingu hans um helgina. Barton átti glæfralega tæklingu á Dickson Etuhu í leik Newcastle og Sunderland á laugardag.

Martin Atkinson, dómari leiksins, ákvað ekkert að aðhafast en leikmönnunum lenti saman eftir tæklinguna.

Aganefndin tók atvikið fyrir í dag en ákvað að láta það kyrrt liggja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×