Enski boltinn

Ekki refsað fyrir að sýna Superman-nærbuxurnar

Elvar Geir Magnússon skrifar
Stephen Ireland slapp með viðvörun frá enska knattspyrnusambandinu fyrir þetta athæfi sitt.
Stephen Ireland slapp með viðvörun frá enska knattspyrnusambandinu fyrir þetta athæfi sitt.

Stephen Ireland, vandræðagemlingurinn hjá Manchester City, fær ekki refsingu fyrir að hafa girt niður um sig stuttbuxurnar í gær. Aganefnd enska knattspyrnusambandsins ákvað að sleppa Ireland með viðvörun.

Ireland skoraði sigurmark City gegn Sunderland og ákvað að fagna markinu með því að leysa niður um sig og sýna áhorfendum nærbuxurnar sínar. Hann var klæddur í Superman-nærbuxur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×