Enski boltinn

Komið leyfi fyrir nýjum velli

Elvar Geir Magnússon skrifar
Nýr völlur Liverpool verður glæsilegur.
Nýr völlur Liverpool verður glæsilegur.

Borgarstjórn Liverpool-borgar hefur gefið grænt ljós á að hefja framkvæmdir við nýjan heimavöll enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool. Teikningar af nýja vellinum voru samþykktar á fundi í dag.

Bygging nýja vallarins ætti því að hefjast bráðlega en henni verður lokið sumarið 2011 ef áætlanir standast.

Nýr heimavöllur Liverpool mun taka 60 þúsund áhorfendur en möguleiki verður að stækka hann seinna meir upp í 75 þúsund manna völl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×