Enski boltinn

Neville meiðist enn og aftur

Neville hefur ekki spilað með aðalliði United síðan í mars eftir að hann ökklabrotnaði
Neville hefur ekki spilað með aðalliði United síðan í mars eftir að hann ökklabrotnaði NordicPhotos/GettyImages

Varnarmaðurinn Gary Neville mun ekki spila með Manchester United gegn Dynamo Kiev í Meistaradeildinni annað kvöld eins og til stóð.

Neville tognaði á kálfa á sunnudaginn eftir að hafa spilað með varaliðinu gegn Stockport í vikunni þar á undan og er því kominn aftur á sjúkralistann. "Gary tognaði aðeins á nára og það eru slæm tíðindi fyrir drenginn," sagði Sir Alex Ferguson.

"Ég held að þetta séu ekki slæm meiðsli en við hefðum alveg viljað sleppa við þetta á þessum tímapunkti, því við þurfum að fara að koma honum af stað aftur eftir langa fjarveru," sagði Ferguson.

Það er því óvíst að Steve McClaren hafi tök á því að velja Neville í landsliðshóp sinn fyrir leikina gegn Austurríki og Króatíu, en hann mun tilkynna hóp sinn á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×