Enski boltinn

Berbatov skortir baráttuanda

NordicPhotos/GettyImages

Mikið var ritað um samskipti þeirra Dimitar Berbatov og Martin Jol dagana áður en sá síðarnefndi var rekinn frá Tottenham. Jol hefur nú í fyrsta skipti tjáð sig um framherjann.

Breskir miðlar vildu meina að Berbatov hefði farið í fýlu þegar hann var ekki í byrjunarliði Tottenham í deildarleik gegn Newcastle, en Jol segir að svo hafi ekki verið.

"Við báðum Berbatov að fara að hita upp en hann virtist að vísu ekkert vera neitt æstur í að gera það - en hann fór nú samt og hitaði upp. Hann var ekkert spenntur fyrir því, en hann neitaði því ekki eins og sagt hefur verið í blöðunum," sagði Jol og bætti við að vantaði baráttuanda í framherjann.

"Dimitar virðist stundum ekki hafa áhuga á að gera nokkurn skapaðan hlut, en hann hefur mikla hæfileika. Það breytir því ekki að það er spurning hvort svoleiðis menn eru réttu mennirnir fyrir lið sem á í erfiðleikum og þá er líklega betra að vera með baráttumenn í liðinu," sagði Jol í samtali við Daily Express.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×