Íslenski boltinn

Ólafur ráðinn af KSÍ

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, í höfuðstöðvum KSÍ í dag.
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Mynd/E. Stefán

Ólafur Jóhannesson verður næsti landsliðsþjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu en það fékkst staðfest á blaðamannafundi KSÍ nú rétt í þessu.

Ólafur samdi við KSÍ til loka ársins 2009 og verður því við stjórnvölinn í undankeppni HM 2010.

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sagði að hann hafi aðeins rætt við Ólaf um starfið. „Við töluðumst fyrst við á laugardaginn og í gær var svo skrifað undir ráðningasamning,“ sagði Geir. „Ólafur er gríðarlega reynslumikill þjálfari sem hefur náð góðum árangri með FH undanfarin ár og var það mér ljúft og skylt að tala við hann fyrst.“

Ólafur sagði að þar sem starfið væri nýtilkomið ætti hann eftir að leggja sér línur fyrir framtíðina. Viðtal við Ólaf birtist hér á Vísi síðar í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×