Íslenski boltinn

Ólafur og Hjörtur áfram með Þrótti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hjörtur Hjartarson í leik með Þrótti í sumar.
Hjörtur Hjartarson í leik með Þrótti í sumar.

Ólafur Þór Gunnarsson markvörður mun leika með Þrótti næsta sumar ásamt sóknarmanninum Hirti Hjartarsyni.

Ólafur hefur undanfarin tvö ár verið í láni hjá Þrótti frá FH en samningur hans við FH rennur út á næstunni. Þá mun hann formlega ganga lið liðs við Þrótt.

Hjörtur Hjartarson var markahæsti maður 1. deildarinnar í sumar en hóf nýverið störf sem íþróttafréttamaður hjá Rúv. Af þeim sökum var óvissa hvort hann gæti sinnt hvoru tveggja en nú er ljóst að hann mun geta spilað áfram með Þrótti.

Þróttur náði öðru sæti í 1. deildinni í sumar og tryggði sér sæti í Landsbankadeild karla. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×