Íslenski boltinn

Ísland - Liechtenstein á morgun

Rheinpark Stadion.
Rheinpark Stadion.

Íslenska landsliðið æfði í kvöld á Rheinpark Stadion en þar fer fram landsleikur Íslands og Liechtenstein á morgun og hefst kl. 18:00. Leikurinn verður í beinni útsendingu á sjónvarpstöðinni Sýn og hefst útsendingin kl. 17:40.

Allar aðstæður eru hinar ákjósanlegustu og fer vel um hópinn í Liechtenstein. Landsliðið æfði undir fullum flóðljósum í kvöld en leikurinn hefst kl. 20:00 að staðartíma. Þjóðarleikvangurinn Rheinpark Stadion, sem einnig er heimavöllur FC Vaduz, tekur rúmlega 6000 manns í sæti og var tekinn í notkun árið 1998.

Frétt af vefsíðu KSÍ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×