Íslenski boltinn

Ingvar vill komast í atvinnumennsku

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ingvar Þór Kale.
Ingvar Þór Kale.

Ingvar Þór Kale, markvörður í Víkingi, hefur mikinn áhuga á því að koma sér að hjá atvinnumannaliði í Evrópu.

„Öll þessi mál eru á byrjunarstigi en það er rétt, ég hef mikinn áhuga á því að reyna fyrir mér erlendis," sagði Ingvar.

Sem stendur er hann ekki samningsbundinn neinum umboðsmanni en er að þreifa fyrir sér víða í þessum efnum. Til að mynda kæmi til greina að reyna að vekja athygli liða á Ítalíu á Ingvari.

Ingvar lék með Víkingum í sumar en liðið féll úr úrvalsdeild karla. Hann er samningsbundinn félaginu í tvö ár í viðbót.

„Ég verð þó að segja að minn metnaður liggur í því að spila í úrvalsdeildinni. En hvað verður í þeim málum verður bara að koma í ljós."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×