Íslenski boltinn

Líst vel á nýja þjálfarann

Mynd/Vilhelm
FH-ingurinn Freyr Bjarnason segir að sér lítist vel á nýja þjálfarann sinn hjá FH eftir að tilkynnt var að Heimir Guðjónsson tæki við FH-liðinu af Ólafi Jóhannessyni.

"Heimir er auðvitað ekki með mikla reynslu en hann er öllum hnútum kunnugur í boltanum og er búinn að vera lengi hjá félaginu. Hann þekkir því vel hvernig menn vinna hlutina hjá FH. Mér lýst bara vel á þetta," sagði Freyr í samtali við Vísi.

Hann viðurkennir að hann eigi eftir að sakna Ólafs. "Það verður vissulega eftirsjá í Ólafi, því það var alltaf léttur og góður andi í liðinu undir hans stjórn. Ég vona bara að það haldi áfram," sagði varnarmaðurinn geðþekki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×