Trausti segir að mikilvægt sé að menn séu sammála um hvaða störf löggæslan eigi að sinna og hver geti verið í höndum einkaaðila. Hann bendir hinsvegar á að Securitas hafi séð um vopnaleit á Keflavíkurflugvelli fyrir sýslumannsembættið þar. "Við vorum með um 20 manns í þessu verkefni og ég tel að almenn ánægja hafi verið með störf okkar," segir Trausti og bætir því við að Securitas sjái nú um vopnaleit á Reykjavíkurflugvelli.