Leiðir Magnúsar Gylfasonar og Víkings hafa skilið. Víkingur féll um helgina úr Landsbankadeildinni eftir að hafa tapað gegn FH. Magnús hefur verið þjálfari liðsins undanfarin tvö tímabil.
Tilkynning frá stjórn Víkings:
Eftir viðræður stjórnar knattspyrnudeildar Víkings og Magnúsar Gylfasonar hafa aðilar komist að samkomulagi um að slíta samstarfinu. En Magnús hefur þjálfað liðið síðustu tvö keppnistímabil. Er þetta gert í algjörri sátt beggja aðila
Stjórn knattspyrnudeildar Víkings þakkar Magnúsi fyrir störf hans hjá Víkingi og óskar honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann kýs að taka að sér í framtíðinni.
Stjórn knattspyrnudeildar Víkings.