Lífið

Iceland Airwaves kynnt á tónleikum í London

Hafdís Huld kemur fram á tónleikum í kvöld til að kynna Iceland Airwaves
Hafdís Huld kemur fram á tónleikum í kvöld til að kynna Iceland Airwaves MYND/365

Þann 26. september næstkomandi verða haldnir tónleikar í The Luminaire í London þar sem Iceland Airwaves tónlistarhátíðin verður kynnt. Hr. Örlygur og Two Little Dogs ltd. standa fyrir tónleikunum sem eru hluti af tónleikaröð sem Two Little Dogs stendur fyrir á tveggja mánaða fresti undir heitinu Reykjavik Nights in London.

Á tónleikunum koma eingöngu fram hljómsveitir sem munu leika á Airwaves hátíðinni sem hefst þann 17. október næstkomandi. Að þessu sinni eru það Hafdís Huld, rokksveitin Jan Mayen og electróniska poppsveitin Motion Boys sem troða upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.