Innlent

Rændi flatskjá og ferðatösku

Brotist var inn í kjallaraíbúð við Bergþórugötu í miðbænum í nótt og þaðan stolið ýmsum verðmætum. Að sögn lögreglu hafði þjófurinn á brott með sér flatskjá, fartölvu og stóra ferðatösku.

Tilkynnt var um innbrotið í morgunsárið og fóru rannsóknar- og tæknideild lögreglunnar á vettvang. Lögreglu grunar hver hafi verið þarna að verki og er hans nú leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×