Innlent

Strákar í Víðistaðaskóla gera stuttmynd um afleiðingar eineltis

Krakkar í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði búa sjálfir til námsefni fyrir aðra nemendur í skólanum um þeirra hjartans mál. Sex strákar eru að gera stuttmynd og vefsvæði um áhrif eineltis.

Með vefsvæðinu og stuttmyndinni vilja strákarnir berjast gegn ofbeldi, uppnefningum og baktali. Þeir vilja sýna krökkunum í Víðistaðaskóla hverjar eru afleiðingarnar af því að hæðast að öðrum og sparka og slá í samnemendur.

Strákarnir taka upp allt efnið sjálfir og leika öll hlutverkin, auk þess sem þeir klippa stuttmyndina. Strákarnir hafa einnig smíðað vefsíðu þar sem lýst er afleiðingum eineltis.

Strákarnir segjast hafa orðið varir við einelti í umhverfi sínu en segjast hafa sloppið vel sjálfir.

Piltarnir, sem eru sex að tölu, eru allir í valfaginu "Ungur fræðir ungan" í Víðistaðaskóla þar sem áhersla er lögð á að krakkarnir vinni sjálfir úr eigin hugmyndum. Viðfangsefnin eru valfrjáls.

Á sama tíma og nemendurnir fræðast sjálfir um málefnin vinna þeir kennslugögn til að miðla nýrri þekkingu til samnemenda sinna.

Jóhanna Fleckenstein, verkefnastjóri námsins, segir að strákarnir hafa staðið sig mjög vel við vinnsluna á sínu efni og hún vonast til að það komi til með að nýtast við kennsluna í vetur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.