Innlent

Seinkun á Herjólfi í dag vegna bilunar

MYND/GVA

Seinkun verður á ferðum Herjólfs í dag vegna vélabilunar en farið verður í allar ferðir. Skipið er nú á leið frá Vestmannaeyjum til Þorlákshafnar og kemur þangað um hálfeittleytið. Þá verður gert við skipið en að sögn talsmanna Eimskips, rekstraraðila skipsins, er um minni háttar bilun að ræða þannig að ferðir falla ekki niður heldur seinkar aðeins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×