Ungfrú Suður Carolina aðhlátursefni á Youtube 28. ágúst 2007 14:27 Lauren Caitlin Upton, ungfrú Suður Carolina, lenti í miklum vandræðum þegar hún þurfti að svara spurningu í fegurðarsamkeppninni Teen USA á föstudaginn síðastliðinn. Hún klúðraði svarinu það illa að það endaði á Youtube og hafa tvær milljónir manna skoðað myndbandsupptöku af því. Hin átján ára gamla Upton var spurð að því af hverju Bandaríkjamenn væru svona lélegir í landafræði. Eftir nokkurt hik svaraði hún því til að fólk þarna úti í samfélaginu ætti ekki landakort. Hún bætti svo við algerlega óviðkomandi skírskotun til í Íraks, Asíu og Suður-Afríku og sagði að fólk sem byggi þar þyrfti á aðstoð að halda frá bandaríska menntakerfinu til að geta betur þekkt Bandaríkin á korti sem aftur væri gott fyrir framtíð barna í Bandaríkjunum. Í samtali við dagblaðið The State segist Upton ekki hafa átt von á spurningunni og algerlega misst þráðinn. "Ég gjörsamlega misskildi spurninguna," bætir hún við. Spyrillinn Mario Lopez segir í samtali við tímaritið PEOPLE að hann hafi gjarnan viljað aðstoða stúlkuna en að það gangi gegn keppnisreglum. "Þetta eru mjög krefjandi aðstæður. Keppnin er í beinni útsendingu og keppendur vita ekki hvaða spurningum þeir eiga von á. Ég held að hún hafi algerlega misskilið spurninguna. Hún leiddist út á ranga braut og fann sig ekki aftur. Ég kenndi virkilega í brjóst um hana," segir Lopez. Stúlkan kom fram í þættinum Today show í morgun og fékk þá tækifæri til að svara fyrir mistökin og auk þess að svara spurningunni aftur. Tókst henni töluvert betur til en á föstudag. Þrátt fyrir afleita frammistöðu í spurningarþætti keppninnar náði Upton þriðja sæti. Hver segir svo að útlitið skipti ekki máli... Hið víðfræga myndband má sjá hér. Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ Lífið samstarf Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Sjá meira
Lauren Caitlin Upton, ungfrú Suður Carolina, lenti í miklum vandræðum þegar hún þurfti að svara spurningu í fegurðarsamkeppninni Teen USA á föstudaginn síðastliðinn. Hún klúðraði svarinu það illa að það endaði á Youtube og hafa tvær milljónir manna skoðað myndbandsupptöku af því. Hin átján ára gamla Upton var spurð að því af hverju Bandaríkjamenn væru svona lélegir í landafræði. Eftir nokkurt hik svaraði hún því til að fólk þarna úti í samfélaginu ætti ekki landakort. Hún bætti svo við algerlega óviðkomandi skírskotun til í Íraks, Asíu og Suður-Afríku og sagði að fólk sem byggi þar þyrfti á aðstoð að halda frá bandaríska menntakerfinu til að geta betur þekkt Bandaríkin á korti sem aftur væri gott fyrir framtíð barna í Bandaríkjunum. Í samtali við dagblaðið The State segist Upton ekki hafa átt von á spurningunni og algerlega misst þráðinn. "Ég gjörsamlega misskildi spurninguna," bætir hún við. Spyrillinn Mario Lopez segir í samtali við tímaritið PEOPLE að hann hafi gjarnan viljað aðstoða stúlkuna en að það gangi gegn keppnisreglum. "Þetta eru mjög krefjandi aðstæður. Keppnin er í beinni útsendingu og keppendur vita ekki hvaða spurningum þeir eiga von á. Ég held að hún hafi algerlega misskilið spurninguna. Hún leiddist út á ranga braut og fann sig ekki aftur. Ég kenndi virkilega í brjóst um hana," segir Lopez. Stúlkan kom fram í þættinum Today show í morgun og fékk þá tækifæri til að svara fyrir mistökin og auk þess að svara spurningunni aftur. Tókst henni töluvert betur til en á föstudag. Þrátt fyrir afleita frammistöðu í spurningarþætti keppninnar náði Upton þriðja sæti. Hver segir svo að útlitið skipti ekki máli... Hið víðfræga myndband má sjá hér.
Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ Lífið samstarf Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning