Innlent

1400 nýnemar í grunnskólum Reykjavíkur

Skólahald í grunnskólum borgarinnar hófst í dag. Rúmlega 14700 börn eru skráð í grunnskólana í vetur og rúm fjórtán hundruð börn hefja sína skólagöngu í fyrsta sinn.

Búið er að manna ríflega 98 prósent af kennarastöðum í grunnskólum Reykjavíkur og er útlit fyrir að allar kennarastöður verði mannaðar fyrir lok mánaðar. Allir framhalds- og háskólanemar fá frítt í strætó í vetur og munu nemendafélög skólanna afhenda strætókort um leið og skólar verða settir. Frístundakortin fyrir börn á aldrinum 6 til 18 ára komast í gagnið 1. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×