Innlent

Ósvinna og spilling í ríkisstjórninni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kolbrún segir að vatn geti ekki verið í einkaeigu.
Kolbrún segir að vatn geti ekki verið í einkaeigu. Mynd/ GVA
Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður VG, segir að ef það reynist rétt að vatnsréttindi ríkisins í neðri Þjórsá, hafi verið framseld til Landsvirkjunar skömmu fyrir kosningar sé það hrein ósvinna og til marks um spillingu í ríkisstjórninni.

Hún segist fyrst hafa fengið fréttir af málinu á föstudaginn síðasta. Þá hafi hún kallað eftir minnisblaði sem kynnt var í ríkisstjórn í vor. Hún segist vilja vita hvort um formlegt samkomulag hafi verið að ræða á milli ríkisstjórnarinnar og Landsvirkjunar. Það sé grafalvarlegt mál ef svo reynist rétt.

Stöð 2 greindi frá því í kvöld að 93 prósent vatnsréttinda ríkisins í neðri Þjórsá hafi verið framseld tímabundið til Landsvirkjunar skömmu fyrir kosningar. Samkomulag þessa efnis hafi verið undirritað 5. maí af forstjóra Landsvirkjunar og þáverandi ráðherrum þriggja ráðuneyta. Það er iðnaðar-og viðskipta-, landbúnaðar- og fjármálaráðuneytis.

Kolbrún tengir þetta mál við nýju Vatnalögin sem samþykkt voru í mars síðastliðinn. Þau taka gildi 1. nóvember. Með lögunum er kveðið á um séreign á vatni. Stjórnarandstaðan mótmælti lögunum harðlega. Kolbrún kallar eftir afstöðu Samfylkingarinnar nú þegar styttist í að lögin taki gildi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×