Innlent

Útafakstur á Snæfellsnesi

Bíll fór útaf veginum við Fróðarafleggjara á Snæfellsnesi um klukkan hálf sjö í kvöld. Tveir voru í bílnum en þá sakaði ekki að sögn lögreglu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Snæfellsnesi lenti bíllinn utan í skurði og við höggið blésu öryggispúðar út. Tveir voru í bílnum en þá sakaði ekki. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×