Innlent

Ölvaður maður stakk sér til sunds í Keflavíkurhöfn

Tveir lögreglumenn og einn slökkviliðsmaður þurftu að synda á eftir ölvuðum manni sem fór í sundferð um höfnina í Keflavík um klukkan ellefu í gærkvöldi. Maðurinn var búinn að synda um 200 metra frá landi þegar hann náðist.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu Suðurnesja kom björgunarbátur síðan hópnum til hjálpar og flutti til lands. Ekki er vitað hvað manninum gekk til með þessu miðnætursundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×