Innlent

Móturhjólaslys í Grímsnesi

MYND/RR

 

Móturhjólamaður slasaðist þegar bíl var keyrt í veg fyrir hann á Biskupstungnabraut við Minni-Borgir í Grímsnesi laust fyrir klukkan átta í kvöld. Maðurinn keyrði á bílinn og kastaðist af hjólinu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi var maðurinn í slagtogi með tveimur öðrum bifhjólamönnum á leið vestur eftir Biskupstungnabraut. Bíll sem ætlaði að keyra inn á afleggjarann að versluninni Borg ók í veg fyrir hann með þeim afleiðingum að maðurinn keyrði á bílinn og kastaðist af hjólinu.

Maðurinn er hugsanlega fótbrotinn og þá kvartaði hann einnig undan kviðverkjum. Hann var fluttur á slysadeild Landspítalans í Reykjavík.

Hjólið skemmdist mikið í árekstrinum og var í óökufæri ástandi. Það var fjarlægt með dráttarbíl.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×