Höfða mál gegn umhverfisráðherra vegna vegar í gegnum Teigsskóg 27. júlí 2007 10:29 MYND/Arnlín Ólafsdóttir Landeigendur, Náttúruverndarsamtök Íslands og Fuglaverndarfélag Íslands hafa ákveðið að höfða mál gegn umhverfisráðherra til að láta reyna á hvort fyrrverandi umhverfisráðherra hafi brotið lög er hún féllst á vegalagningu Vestfjarðavegar 60 í gegnum Teigsskóg. Í fréttatilkynningu frá stefnendum kemur fram að í úrskurði sínum frá 5. janúar síðastliðinn hafi ráðherra fallist á þann kost vegalagningar frá Þórisstöðum til Krakár sem stefnendur og flestir þeir sem komið hafa að málinu séu sammála um að hafi í för með sér gríðarleg óafturkræf umhverfisspjöll í nær ósnortnu umhverfi. „Málavextir eru þeir að eftir áratugalanga baráttu var ákveðið að fara í endurbætur Vestfjarðavegar um sunnanverðra Vestfirði. Í matsskýrslu Vegagerðarinnar voru lagðar fram þrjár mögulegar leiðir við lagningu annars áfanga Vestfjarðavegar milli Þórisstaða í Þorskafirði og Krakár á Skálanesi. Skipulagsstofnun lagðist í úrskurði sínum gegn þeim kosti sem gerir ráð fyrir veglagningu um land Grafar, Teigsskóg og Hallsteinsnes með þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar vegna umhverfisáhrifa, en taldi leiðina sem fylgir núverandi vegi yfir Hjallaháls með verulegum endurbótum þar og nýjum vegi frá Djúpafirði og yfir Ódrjúgsháls og Gufufjörð innanverðan heppilegustu leiðina. Í samanburðinum væru báðar leiðir ásættanlegar með tilliti til umferðaröryggis og vegtækni. Leiðin yfir Hjallaháls væri hins vegar mun ódýrari enda þótt leiðin um Teigsskóg væri nokkuð styttri þegar litið væri til vegarins í heild.Skógurinn nýtur sérstöðu á Vestfjörðum og landinu í heildKort úr Samgönguáætlun með staðsetningu framkvæmdaMYND/SamgönguráðuneytiÍ fréttatilkynningunni segir að ráðherra umhverfismála hafi fellt úr gildi úrskurð Skipulagsstofnunar og fallist á að fara með veginn um Teigsskóg enda þótt megin hluti leiðarinnar fari í gegnum verndarsvæði. Þannig sé vesturströnd Þorskafjarðar, fjörur, fitjar og sjávartjarnir í Djúpafirði á náttúruminjaskrá. Það sama eigi við um skóglendið á norðurströnd Þorskafjarðar, Teigsskóg. Þá njóti allar eyjar og fjörur á framkvæmdasvæðinu verndar laga nr. 54/1995 um vernd Breiðafjarðar og sjávarfitjar og leirur falli undir náttúruverndarlög nr. 44/1999 sem vistkerfi sem skuli njóta sérstakrar verndar. „Hlíðin sem myndar Teigsskóg er víðast vaxin náttúrulegum birkiskógi milli fjalls og fjöru og myndar ásamt fjörunni landslagsheild sem er einstök fyrir það hversu lítt áberandi mannvirki og áhrif nýtingar eru þar. Skógurinn nýtur sérstöðu á Vestfjörðum og landinu í heild. Náttúrustofa Vestfjarða of fleiri hefur varað við því að áhrifa framkvæmdarinnar muni gæta í öllum skóginum enda sé hann víðast aðeins 200-500 m breiður og því muni vegstæði um hann endilangan hafa veruleg áhrif á það sem eftir stendur. Að mati vistfræðinga verður ekki komið við mótvægisaðgerðum, enda er nýr skógur ekki sambærilegur við þann skóg sem eytt er, hvorki hvað varðar gerð eða arfleifð en talið er að birkiskógurinn sé allt frá landnámsöld. Þá má nefna fjölda ókannaðra fornminja, einkum á Grónesi og Hallsteinsnesshlíð. Veglagning um Teigskóg með þverun Djúpafjarðar mun leggja arnarsetrin rómuðu í verulega hættu en þau njóta verndar laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum nr. 64/1994. Þau hafa átt ríkan þátt í að viðhalda arnarstofninum á Breiðafirði. Ónefnd eru áhrif framkvæmdarinnar á aðra atvinnuvegi héraðsins svo sem á þangnámið í Reykhólasveit og uppbyggingu ferðamennsku. Stefnendur taka undir ályktun aðalfundar Landverndar frá 5. maí 2007 þar sem mælt er með því að jarðgöng undir Hjallahóls verði í forgangi í stað vegar út um Teigsskóg og þverunar fjarðarmynna í Djúpafirði og Gufufirði," segir í tilkynningu frá stefnendumMeð því að smella á hlekkinn hér að neðan er unnt að lesa skýrslu um mat á umhverfisáhrifum, sem er birt á vef Náttúrustofu Vestfjarða. Tengdar fréttir Höfða mál gegn umhverfisráðherra Landeigendur í Þorskafirði, Náttúruverndarsamtök Íslands og Fuglaverndarfélag Íslands hafa ákveðið að höfða mál gegn umhverfisráðherra vegna ákvörðunar um að heimila lagningu Vestfjarðavegar um Þorskafjörð með þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar. 26. júlí 2007 19:00 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Landeigendur, Náttúruverndarsamtök Íslands og Fuglaverndarfélag Íslands hafa ákveðið að höfða mál gegn umhverfisráðherra til að láta reyna á hvort fyrrverandi umhverfisráðherra hafi brotið lög er hún féllst á vegalagningu Vestfjarðavegar 60 í gegnum Teigsskóg. Í fréttatilkynningu frá stefnendum kemur fram að í úrskurði sínum frá 5. janúar síðastliðinn hafi ráðherra fallist á þann kost vegalagningar frá Þórisstöðum til Krakár sem stefnendur og flestir þeir sem komið hafa að málinu séu sammála um að hafi í för með sér gríðarleg óafturkræf umhverfisspjöll í nær ósnortnu umhverfi. „Málavextir eru þeir að eftir áratugalanga baráttu var ákveðið að fara í endurbætur Vestfjarðavegar um sunnanverðra Vestfirði. Í matsskýrslu Vegagerðarinnar voru lagðar fram þrjár mögulegar leiðir við lagningu annars áfanga Vestfjarðavegar milli Þórisstaða í Þorskafirði og Krakár á Skálanesi. Skipulagsstofnun lagðist í úrskurði sínum gegn þeim kosti sem gerir ráð fyrir veglagningu um land Grafar, Teigsskóg og Hallsteinsnes með þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar vegna umhverfisáhrifa, en taldi leiðina sem fylgir núverandi vegi yfir Hjallaháls með verulegum endurbótum þar og nýjum vegi frá Djúpafirði og yfir Ódrjúgsháls og Gufufjörð innanverðan heppilegustu leiðina. Í samanburðinum væru báðar leiðir ásættanlegar með tilliti til umferðaröryggis og vegtækni. Leiðin yfir Hjallaháls væri hins vegar mun ódýrari enda þótt leiðin um Teigsskóg væri nokkuð styttri þegar litið væri til vegarins í heild.Skógurinn nýtur sérstöðu á Vestfjörðum og landinu í heildKort úr Samgönguáætlun með staðsetningu framkvæmdaMYND/SamgönguráðuneytiÍ fréttatilkynningunni segir að ráðherra umhverfismála hafi fellt úr gildi úrskurð Skipulagsstofnunar og fallist á að fara með veginn um Teigsskóg enda þótt megin hluti leiðarinnar fari í gegnum verndarsvæði. Þannig sé vesturströnd Þorskafjarðar, fjörur, fitjar og sjávartjarnir í Djúpafirði á náttúruminjaskrá. Það sama eigi við um skóglendið á norðurströnd Þorskafjarðar, Teigsskóg. Þá njóti allar eyjar og fjörur á framkvæmdasvæðinu verndar laga nr. 54/1995 um vernd Breiðafjarðar og sjávarfitjar og leirur falli undir náttúruverndarlög nr. 44/1999 sem vistkerfi sem skuli njóta sérstakrar verndar. „Hlíðin sem myndar Teigsskóg er víðast vaxin náttúrulegum birkiskógi milli fjalls og fjöru og myndar ásamt fjörunni landslagsheild sem er einstök fyrir það hversu lítt áberandi mannvirki og áhrif nýtingar eru þar. Skógurinn nýtur sérstöðu á Vestfjörðum og landinu í heild. Náttúrustofa Vestfjarða of fleiri hefur varað við því að áhrifa framkvæmdarinnar muni gæta í öllum skóginum enda sé hann víðast aðeins 200-500 m breiður og því muni vegstæði um hann endilangan hafa veruleg áhrif á það sem eftir stendur. Að mati vistfræðinga verður ekki komið við mótvægisaðgerðum, enda er nýr skógur ekki sambærilegur við þann skóg sem eytt er, hvorki hvað varðar gerð eða arfleifð en talið er að birkiskógurinn sé allt frá landnámsöld. Þá má nefna fjölda ókannaðra fornminja, einkum á Grónesi og Hallsteinsnesshlíð. Veglagning um Teigskóg með þverun Djúpafjarðar mun leggja arnarsetrin rómuðu í verulega hættu en þau njóta verndar laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum nr. 64/1994. Þau hafa átt ríkan þátt í að viðhalda arnarstofninum á Breiðafirði. Ónefnd eru áhrif framkvæmdarinnar á aðra atvinnuvegi héraðsins svo sem á þangnámið í Reykhólasveit og uppbyggingu ferðamennsku. Stefnendur taka undir ályktun aðalfundar Landverndar frá 5. maí 2007 þar sem mælt er með því að jarðgöng undir Hjallahóls verði í forgangi í stað vegar út um Teigsskóg og þverunar fjarðarmynna í Djúpafirði og Gufufirði," segir í tilkynningu frá stefnendumMeð því að smella á hlekkinn hér að neðan er unnt að lesa skýrslu um mat á umhverfisáhrifum, sem er birt á vef Náttúrustofu Vestfjarða.
Tengdar fréttir Höfða mál gegn umhverfisráðherra Landeigendur í Þorskafirði, Náttúruverndarsamtök Íslands og Fuglaverndarfélag Íslands hafa ákveðið að höfða mál gegn umhverfisráðherra vegna ákvörðunar um að heimila lagningu Vestfjarðavegar um Þorskafjörð með þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar. 26. júlí 2007 19:00 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Höfða mál gegn umhverfisráðherra Landeigendur í Þorskafirði, Náttúruverndarsamtök Íslands og Fuglaverndarfélag Íslands hafa ákveðið að höfða mál gegn umhverfisráðherra vegna ákvörðunar um að heimila lagningu Vestfjarðavegar um Þorskafjörð með þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar. 26. júlí 2007 19:00