Höfða mál gegn umhverfisráðherra vegna vegar í gegnum Teigsskóg 27. júlí 2007 10:29 MYND/Arnlín Ólafsdóttir Landeigendur, Náttúruverndarsamtök Íslands og Fuglaverndarfélag Íslands hafa ákveðið að höfða mál gegn umhverfisráðherra til að láta reyna á hvort fyrrverandi umhverfisráðherra hafi brotið lög er hún féllst á vegalagningu Vestfjarðavegar 60 í gegnum Teigsskóg. Í fréttatilkynningu frá stefnendum kemur fram að í úrskurði sínum frá 5. janúar síðastliðinn hafi ráðherra fallist á þann kost vegalagningar frá Þórisstöðum til Krakár sem stefnendur og flestir þeir sem komið hafa að málinu séu sammála um að hafi í för með sér gríðarleg óafturkræf umhverfisspjöll í nær ósnortnu umhverfi. „Málavextir eru þeir að eftir áratugalanga baráttu var ákveðið að fara í endurbætur Vestfjarðavegar um sunnanverðra Vestfirði. Í matsskýrslu Vegagerðarinnar voru lagðar fram þrjár mögulegar leiðir við lagningu annars áfanga Vestfjarðavegar milli Þórisstaða í Þorskafirði og Krakár á Skálanesi. Skipulagsstofnun lagðist í úrskurði sínum gegn þeim kosti sem gerir ráð fyrir veglagningu um land Grafar, Teigsskóg og Hallsteinsnes með þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar vegna umhverfisáhrifa, en taldi leiðina sem fylgir núverandi vegi yfir Hjallaháls með verulegum endurbótum þar og nýjum vegi frá Djúpafirði og yfir Ódrjúgsháls og Gufufjörð innanverðan heppilegustu leiðina. Í samanburðinum væru báðar leiðir ásættanlegar með tilliti til umferðaröryggis og vegtækni. Leiðin yfir Hjallaháls væri hins vegar mun ódýrari enda þótt leiðin um Teigsskóg væri nokkuð styttri þegar litið væri til vegarins í heild.Skógurinn nýtur sérstöðu á Vestfjörðum og landinu í heildKort úr Samgönguáætlun með staðsetningu framkvæmdaMYND/SamgönguráðuneytiÍ fréttatilkynningunni segir að ráðherra umhverfismála hafi fellt úr gildi úrskurð Skipulagsstofnunar og fallist á að fara með veginn um Teigsskóg enda þótt megin hluti leiðarinnar fari í gegnum verndarsvæði. Þannig sé vesturströnd Þorskafjarðar, fjörur, fitjar og sjávartjarnir í Djúpafirði á náttúruminjaskrá. Það sama eigi við um skóglendið á norðurströnd Þorskafjarðar, Teigsskóg. Þá njóti allar eyjar og fjörur á framkvæmdasvæðinu verndar laga nr. 54/1995 um vernd Breiðafjarðar og sjávarfitjar og leirur falli undir náttúruverndarlög nr. 44/1999 sem vistkerfi sem skuli njóta sérstakrar verndar. „Hlíðin sem myndar Teigsskóg er víðast vaxin náttúrulegum birkiskógi milli fjalls og fjöru og myndar ásamt fjörunni landslagsheild sem er einstök fyrir það hversu lítt áberandi mannvirki og áhrif nýtingar eru þar. Skógurinn nýtur sérstöðu á Vestfjörðum og landinu í heild. Náttúrustofa Vestfjarða of fleiri hefur varað við því að áhrifa framkvæmdarinnar muni gæta í öllum skóginum enda sé hann víðast aðeins 200-500 m breiður og því muni vegstæði um hann endilangan hafa veruleg áhrif á það sem eftir stendur. Að mati vistfræðinga verður ekki komið við mótvægisaðgerðum, enda er nýr skógur ekki sambærilegur við þann skóg sem eytt er, hvorki hvað varðar gerð eða arfleifð en talið er að birkiskógurinn sé allt frá landnámsöld. Þá má nefna fjölda ókannaðra fornminja, einkum á Grónesi og Hallsteinsnesshlíð. Veglagning um Teigskóg með þverun Djúpafjarðar mun leggja arnarsetrin rómuðu í verulega hættu en þau njóta verndar laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum nr. 64/1994. Þau hafa átt ríkan þátt í að viðhalda arnarstofninum á Breiðafirði. Ónefnd eru áhrif framkvæmdarinnar á aðra atvinnuvegi héraðsins svo sem á þangnámið í Reykhólasveit og uppbyggingu ferðamennsku. Stefnendur taka undir ályktun aðalfundar Landverndar frá 5. maí 2007 þar sem mælt er með því að jarðgöng undir Hjallahóls verði í forgangi í stað vegar út um Teigsskóg og þverunar fjarðarmynna í Djúpafirði og Gufufirði," segir í tilkynningu frá stefnendumMeð því að smella á hlekkinn hér að neðan er unnt að lesa skýrslu um mat á umhverfisáhrifum, sem er birt á vef Náttúrustofu Vestfjarða. Tengdar fréttir Höfða mál gegn umhverfisráðherra Landeigendur í Þorskafirði, Náttúruverndarsamtök Íslands og Fuglaverndarfélag Íslands hafa ákveðið að höfða mál gegn umhverfisráðherra vegna ákvörðunar um að heimila lagningu Vestfjarðavegar um Þorskafjörð með þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar. 26. júlí 2007 19:00 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Sjá meira
Landeigendur, Náttúruverndarsamtök Íslands og Fuglaverndarfélag Íslands hafa ákveðið að höfða mál gegn umhverfisráðherra til að láta reyna á hvort fyrrverandi umhverfisráðherra hafi brotið lög er hún féllst á vegalagningu Vestfjarðavegar 60 í gegnum Teigsskóg. Í fréttatilkynningu frá stefnendum kemur fram að í úrskurði sínum frá 5. janúar síðastliðinn hafi ráðherra fallist á þann kost vegalagningar frá Þórisstöðum til Krakár sem stefnendur og flestir þeir sem komið hafa að málinu séu sammála um að hafi í för með sér gríðarleg óafturkræf umhverfisspjöll í nær ósnortnu umhverfi. „Málavextir eru þeir að eftir áratugalanga baráttu var ákveðið að fara í endurbætur Vestfjarðavegar um sunnanverðra Vestfirði. Í matsskýrslu Vegagerðarinnar voru lagðar fram þrjár mögulegar leiðir við lagningu annars áfanga Vestfjarðavegar milli Þórisstaða í Þorskafirði og Krakár á Skálanesi. Skipulagsstofnun lagðist í úrskurði sínum gegn þeim kosti sem gerir ráð fyrir veglagningu um land Grafar, Teigsskóg og Hallsteinsnes með þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar vegna umhverfisáhrifa, en taldi leiðina sem fylgir núverandi vegi yfir Hjallaháls með verulegum endurbótum þar og nýjum vegi frá Djúpafirði og yfir Ódrjúgsháls og Gufufjörð innanverðan heppilegustu leiðina. Í samanburðinum væru báðar leiðir ásættanlegar með tilliti til umferðaröryggis og vegtækni. Leiðin yfir Hjallaháls væri hins vegar mun ódýrari enda þótt leiðin um Teigsskóg væri nokkuð styttri þegar litið væri til vegarins í heild.Skógurinn nýtur sérstöðu á Vestfjörðum og landinu í heildKort úr Samgönguáætlun með staðsetningu framkvæmdaMYND/SamgönguráðuneytiÍ fréttatilkynningunni segir að ráðherra umhverfismála hafi fellt úr gildi úrskurð Skipulagsstofnunar og fallist á að fara með veginn um Teigsskóg enda þótt megin hluti leiðarinnar fari í gegnum verndarsvæði. Þannig sé vesturströnd Þorskafjarðar, fjörur, fitjar og sjávartjarnir í Djúpafirði á náttúruminjaskrá. Það sama eigi við um skóglendið á norðurströnd Þorskafjarðar, Teigsskóg. Þá njóti allar eyjar og fjörur á framkvæmdasvæðinu verndar laga nr. 54/1995 um vernd Breiðafjarðar og sjávarfitjar og leirur falli undir náttúruverndarlög nr. 44/1999 sem vistkerfi sem skuli njóta sérstakrar verndar. „Hlíðin sem myndar Teigsskóg er víðast vaxin náttúrulegum birkiskógi milli fjalls og fjöru og myndar ásamt fjörunni landslagsheild sem er einstök fyrir það hversu lítt áberandi mannvirki og áhrif nýtingar eru þar. Skógurinn nýtur sérstöðu á Vestfjörðum og landinu í heild. Náttúrustofa Vestfjarða of fleiri hefur varað við því að áhrifa framkvæmdarinnar muni gæta í öllum skóginum enda sé hann víðast aðeins 200-500 m breiður og því muni vegstæði um hann endilangan hafa veruleg áhrif á það sem eftir stendur. Að mati vistfræðinga verður ekki komið við mótvægisaðgerðum, enda er nýr skógur ekki sambærilegur við þann skóg sem eytt er, hvorki hvað varðar gerð eða arfleifð en talið er að birkiskógurinn sé allt frá landnámsöld. Þá má nefna fjölda ókannaðra fornminja, einkum á Grónesi og Hallsteinsnesshlíð. Veglagning um Teigskóg með þverun Djúpafjarðar mun leggja arnarsetrin rómuðu í verulega hættu en þau njóta verndar laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum nr. 64/1994. Þau hafa átt ríkan þátt í að viðhalda arnarstofninum á Breiðafirði. Ónefnd eru áhrif framkvæmdarinnar á aðra atvinnuvegi héraðsins svo sem á þangnámið í Reykhólasveit og uppbyggingu ferðamennsku. Stefnendur taka undir ályktun aðalfundar Landverndar frá 5. maí 2007 þar sem mælt er með því að jarðgöng undir Hjallahóls verði í forgangi í stað vegar út um Teigsskóg og þverunar fjarðarmynna í Djúpafirði og Gufufirði," segir í tilkynningu frá stefnendumMeð því að smella á hlekkinn hér að neðan er unnt að lesa skýrslu um mat á umhverfisáhrifum, sem er birt á vef Náttúrustofu Vestfjarða.
Tengdar fréttir Höfða mál gegn umhverfisráðherra Landeigendur í Þorskafirði, Náttúruverndarsamtök Íslands og Fuglaverndarfélag Íslands hafa ákveðið að höfða mál gegn umhverfisráðherra vegna ákvörðunar um að heimila lagningu Vestfjarðavegar um Þorskafjörð með þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar. 26. júlí 2007 19:00 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Sjá meira
Höfða mál gegn umhverfisráðherra Landeigendur í Þorskafirði, Náttúruverndarsamtök Íslands og Fuglaverndarfélag Íslands hafa ákveðið að höfða mál gegn umhverfisráðherra vegna ákvörðunar um að heimila lagningu Vestfjarðavegar um Þorskafjörð með þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar. 26. júlí 2007 19:00