Innlent

Gefa út bækling til að stuðla gegn hrað- og ölvunarakstri útlendinga

Bæklingurinn er unninn í samvinnu við Alþjóðahús og verður dreift á bílaleigur, umboðsskrifstofur erlendra starfsmanna og á stóra vinnustaði.
Bæklingurinn er unninn í samvinnu við Alþjóðahús og verður dreift á bílaleigur, umboðsskrifstofur erlendra starfsmanna og á stóra vinnustaði. MYND/VG

Vátryggingarfélag Íslands hefur gefið út bækling fyrir útlenda ökumenn á Íslandi til að stuðla gegn vaxandi hrað- og ölvunarakstri í þeirra hópi. Um 20 prósent þeirra sem kærðir vorur fyrir ölvunarakstur á fyrri hluta þessa árs eru erlendir ríkisborgarar. Bæklingurinn kemur út á fimm tungumálum.

Í tilkynningu frá Vátryggingafélaginu kemur ennfremur fram að 6 prósent þeirra sem kærðir voru fyrir hraðakstur á fyrri hluta þessa árs séu erlendir ríkisborgarar. Er vonast til þess að með bæklinginum fái útlendingar á Íslandi nauðsynlegar upplýsingar um umferðarlög á eigin tungumáli. Bæklingurinn er gefin út á spænsku, ensku, rússnesku, pólsku og íslensku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×