Innlent

Hættulegasta vika ársins

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Sú vika sem nú líður þ.e. 30. vika (22. - 28. júli) er hættulegasta vika ársins. Að meðaltali urðu 35,2 slys í þessari viku á síðustu fimm árum. Sú næst hættulegasta er jólavikan, 52 vika ársins, en þá hafa 34,5 slys orðið.

Hættulegasti dagur ársins er 21. júlí, samkvæmt tölum um slysatíðni frá Umferðarstofu. Tölurnar sýna fjölda slasaðra árin 2002 - 2005 og 11 mánuði ársins 2006.

Gunnar Geir Gunnarsson, sem sér um skráningu á slysatölum hjá Umferðarstofu, segir engar óyggjandi skýringar á því hvers vegna slys séu algengari í þessum vikum en öðrum. Hann bendir þó á að fólk keyri hratt yfir hásumarið og það valdi slysum. Þá sé umferðin yfirleitt mjög mikil í jólavikunni.

Það má nálgast tölfræði um slys síðustu ára með því að hlaða niður excel skjalinu hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×