Innlent

Sautjánþúsundasti Akureyringurinn kemur í heiminn

Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri, ásamt hinum lánsömu foreldrum og drengnum nýfædda.
Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri, ásamt hinum lánsömu foreldrum og drengnum nýfædda.

Akureyringar urðu formlega 17 þúsund talsins í byrjun mánaðarins þegar hjónunum Krzysztof Dziubinski og Beatu Mieczyzlawa Dziubinski fæddist sonur á Fjórðungssjúkrahúsinu þar í bæ. Hefur pilturinn fengið nafnið Gabríel Óskar Dziubinski. Bæjarstjóri Akureyrar færði foreldrunum af þessu tilefni blómvönd og bókina Barnið okkar.

Fram kemur í tilkynningu frá Akureyrarbæ að drengurinn hafi fæðst 3. júlí síðastliðinn. Fjölskylda hans hefur átt lögheimili á Akureyri frá því í febrúar 2004 en hjónin eiga fyrir þrjú börn.

Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur íbúum Akureyrar fjölgað um nærri tvö þúsund manns á síðastliðnum áratug. Árið 1997 voru þeir 15.048 talsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×