Innlent

Göngumaðurinn á batavegi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gljúfrið er 70 metra djúpt þar sem maðurinn féll niður.
Gljúfrið er 70 metra djúpt þar sem maðurinn féll niður. MYND/ Páll Bjarnason - 2006

Maðurinn sem féll í Laxárgljúfur er kominn úr öndunarvél og er á batavegi, að sögn sérfræðings á gjörgæsludeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss. Hann gekkst undir aðgerð í nótt og þótti hún heppnast vel.

Maðurinn féll allt að 70 metra ofan í gljúfrið seint í gærkvöld. Hann var í fjögurra manna gönguhópi og þurfti einn félagi hans að ganga langa leið til þess að komast í farsímasamband og kalla á hjálp.

Björgunarsveit var kölluð á staðinn og sigu björgunarmenn og læknir ofan í gilið við mjög erfiðar og hættulegar aðstæður. Þar voru blæðingar stöðvaðar og búið um manninn til flutnings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×