Innlent

Óumdeildur forystu- og samningamaður

Einar Oddur Kristjánsson var forystumaður í íslensku atvinnulífi um áratugaskeið. Hann leiddi samtök atvinnurekenda í þjóðarsáttarsamningunum svo kölluðu árið 1990 og átti traust samverkamanna sinna jafnt sem mótherja.

Það gustaði af Einari Oddi allt frá fyrstu afskiptum hans af stjórn- og þjóðmálum. Hann varð fyrst áberandi í landsmálum á árunum 1987 - 88 þegar Þorsteinn Pálsson þáverandi forsætisráðherra kallaði eftir ráðgjöf hans í efnahagsmálum og Einar Oddur lagði til s.k. niðurfærsluleið sem olli miklum deilum í stjórnmálum og varð e.t.v. ásamt öðru til þess að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar sprakk.

Hlutverk hans í svo kölluðum þjóðarsáttasamningum varð hins vegar mikið árið 1990. Hann var þá formaður Vinnuveitendasambands Íslands sem ásamt Alþýðusambandi, Bændasamtökum, ríkisstjórn og fleirum, náðu tímamóta samningum sem fólu í sér hraða lækkun verðbólgu og stöðugleika í verðlagi og launum.

Þegar þjóðarsáttasamningarnir voru gerðir árið 1990 var Einar Oddur formaður vinnuveitendasambandsins. Verðbólga hafði verið viðvarandi á bilinu 30 - 40 prósent og stöðugur órói var á vinnumarkaði. Jón Baldvin Hannibalsson var einn þeirra sem sat í ríkisstjórn á þessum tíma. Hann segir þátt Einars Odds í þjóðarsáttarsamningunum hafa verið svo mikið að óvíst væri að þeir hefðu tekist án hans.

Skoða má fréttina í heild sinni hér á visir.is þar sem eru viðtöl við Geir H Gaarde forsætisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra, Þröst Ólafsson fyrrverandi framkvæmdastjóra Dagsbrúnar og Ögmund Jónasson formann BSRB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×