Innlent

Varað við erlendum svikafyrirtækjum

Svikararnir reyna ekki síst að plata fyrirtæki sem vilja kynna sig á alþjóðlegum vettvangi.
Svikararnir reyna ekki síst að plata fyrirtæki sem vilja kynna sig á alþjóðlegum vettvangi.

Varað er við erlendum svikafyrirtækjum í nýjasta fréttabréfi Samtaka ferðaþjónustunnar. Fyrirtækin eru sögð beita blekkingum til að hafa fé af íslenskum fyrirtækjum.

Samkvæmt fréttabréfinu er varað sérstaklega við pósti þar sem reynt er að fá fyrirtæki til að samþykkja skráningu í gagnabanka á Netinu. Í fyrstu er því haldið fram að skráningin sé ókeypis en í smáu letri sem fylgir skilmálum kemur hins vegar fram að greiða þurfi miklar fúlgur fyrir skráninguna. Reikningar frá svikafyrirtækinu sem koma í kjölfarið koma því óþægilega á óvart og þar er skuldurum jafnframt hótað hörðum innheimtuaðgerðum og ærnum viðbótarkostnaði.

Samkvæmt Samtökum ferðaþjónustunnar er sérstaklega varað við fyrirtækjunum European City Guide og Europe Business Guide.

Sjá fréttabréf Samtaka ferðaþjónustunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×