Innlent

Vestmannaeyjabæ gert að greiða 2 milljónir króna

Kröfur mannsins hljóðuðu upp á margar milljónir.
Kröfur mannsins hljóðuðu upp á margar milljónir. MYND/ÓPF

Vestmannaeyjabæ var í Héraðsdómi Suðurlands í dag gert að greiða fyrrum eiganda matvælaverksmiðjunnar Öndvegisréttir rúmar 2 millljónir króna vegna útlagðs kostnaðar. Um var að ræða kostnað sem varð til vegna fyrirhugaðrar uppsetningar matvælaverksmiðju í Vestmannaeyjum árið 2001. Bærinn var hins vegar sýknaður af skaðabótakröfum.

Fyrir dómi var deilt um greiðslu vinnulauna og kostnaðar vegna uppsetningar matvælaverksmiðju. Þróunarfélag Vestmannaeyja gerði samning árið 2001 við eiganda Öndvegisrétta um kaup á fyrirtækinu og flutning þess til Eyja. Ekkert varð þó úr því að fyrirtækið hæfi starfsemi.

Eigandi Öndvegisrétta krafðist fyrir dómi greiðslu fyrir vangoldin vinnulaun, útlagðs kostnaðar auk greiðslu vegna fjárhagslegs tjóns.

Var bærinn sýknaður af skaðabótakröfu og kröfu um launagreiðslur. Hins vegar var bænum gert að greiða eiganda Öndvegisrétta rúmar 2 milljónir króna ásamt vanskilavöxtum vegna útlagðs kostnaðar af fyrirhugaðri stofnun matvælaverksmiðjunnar í Eyjum. Þá var bænum einnig gert að greiða hálfa milljón í málskostnað stefnanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×