Innlent

Jónína S. Lárusdóttir verður ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneytisins

Viðskiptaráðherra hefur skipað Jónínu S. Lárusdóttur í starf ráðuneytisstjóra viðskiptaráðuneytisins. Jónína tekur við starfinu um næstu mánaðamót.

Fram kemur í tilkynningu frá viðskiptaráðuneytinu að Jónína útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1996. Hún lauk mastersgráðu frá London School of Economics and Political Science árið 2000. Haustið 2000 hóf hún störf í viðskiptaráðuneytinu og var skipuð skrifstofustjóri þar árið 2004.

Jónína er 36 ára gömul gift Birgi Guðmundssyni, viðskiptastjóra hjá Landsbankanum í London. Þau eiga eitt barn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×