Innlent

Dæmi um sumarbústaðir fari á allt að hundrað milljónir króna

Gríðarlega hækkanir hafa orðið sumarhúsum og virðast miklar framkvæmdir við smíði sumarbústaða ekki draga úr verðhækkunum. Dæmi er um að sumarhús fari á allt að hundrað milljónir króna.

Mikið er nú byggt af sumarhúsum víða um land og eru þau síðan flutt á þær lóðir sem kaupendum hugnast. Lóðaverð hefur hækkað gríðarlega samfara hækkunum á sumarhúsum.

Dæmi eru um að lóðir undir sumarhús kosti allt að fjörutíu milljónir króna.

Sumarhús hafa ekki einungis hækkað í verði því þau hafa líka stækkað og nálgast það sem menn telja eðlilegt í einbýlishúsum í þéttbýli



Sverrir Kristinsson, framkvæmdastjóri hjá Eignamiðlun, hefur langa reynslu í sölu sumarhúsa en hann segir að góðar eignir fari á mjög háu verði. Góður sumarbústaður, á góðu landi geti farið á allt að hundrað milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×