Innlent

Nokkur eldfjöll líkleg til að gjósa

Nokkrar þekktar eldstöðvar eru að gera sig líklegar til goss og jarðhræringarnar norðan Vatnajökuls benda til þess að eldgoss sé í aðsigi í Kverkfjöllum eða Öskju að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Ómögulegt er þó að segja til um hvar eða hvenær næsta eldgos á Íslandi verður.

Tíðir skjálftar við Upptyppinga, norðan Vatnajökuls undanfarna mánuði og dýpt þeirra benda til þess að að eldgos gæti verið í aðsigi á svæðinu. Eins og við greindum frá í fréttum okkar í gærkvöldi þá hefur eftirlit með svæðinu verið aukið og jarðvísindamenn fylgjast grannt með því en skjálftarnir þykja mjög óvenjulegir. Páll Einarsson, jarðfræðingur sem gestur Hádegisviðtalsins á Stöð 2 í dag sagði ómögulegt að segja til um hvar hugsanlegt gos gæti brotist út á svæðinu, það gæti allt eins brotist út í Öskju, nú eða í Kverkfjöllum eða einhvers staðar allt annars staðar.

Og það eru fleiri eldstöðvar að gera sig líklegar til að gjósa á næstunni. Páll sagði Heklu tilbúina og gæti því gosið hvenær sem er, Grímsvötn væru að fylla kvikuna en væru líklega ekki alveg tilbúin enn og að Katla væri búin að vera að gera sig gildandi um þónokkuð skeið og gæti gosið hvað á hverju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×